Rótarýfélagi okkar, Magnús Pétursson, segir frá og les úr bók sem hann skrifaði um föður sinn Pétur Pétursson, fv. alþingismann og athafnamann. Saga hans er lýsandi um tíðaranda og viðskipti hér á landi um og upp úr miðri síðustu öld.
Vegna covid fjöldatakmarkana komast aðeins 20 manns á fundinn í safnaðarheimilinu og því er þörf á að skrá sig á fundinn fyrirfram. Nú er orðið fullbókað á fundinn.
Æskilegast er að félagar skrái sig sjálfir inn á fundinn í félagakerfinu en gangi það ekki af einhverjum ástæðum eru félagar beðnir að senda ritara tölvupóst á ogf@isor.is og hann mun skrá ykkur inn meðan pláss leyfir. Hér gildir reglan fyrstur kemur - fyrstur fær.
Þeir sem ekki komast á fundinn í safnaðarheimilinu geta tengst honum í gegnum Zoom, slóðin er https://zoom.us/j/96378118477
Þá eru þau sem mæta í safnaðarheimilið beðin að koma með grímur og bera þær á fundinum nema rétt á meðan matast er.