Félög á vegum Runólfs standa nú að tveimur nýjum verkefnum á húsnæðismarkaði. Annars vegar er bygging Þorpsins-vistfélags í Gufunesi, sem sérstaklega er ætluð ungu fólki og fyrstu kaupendum íbúðarhúsnæðis þar sem kaupendur geta m.a. notið stofnstyrkja, sem eru nýlunda á húsnæðismarkaði. Eins kannar félagið nú byggingu íbúðarhúss við Bræðraborgarstíg, sem yrði byggt með sama hætti fyrir hóp einstæðra kvenna, sem eru að nálgast eftirlaunaaldurinn en vilja gjarnan búa saman og sinna áhugamálum sínum í umhverfi sem væri sérhannað utan um þarfir hópsins.