Óskar J. Sandholt sviðsstjóri á Þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar ætlar að fræða okkur um það sem er á döfinni á þessu sviði hjá borginni.
Þjónustu- og nýsköpunarsvið, einnig kallað ÞON, er eitt af þremur kjarnasviðum Reykjavíkurborgar. Meginhlutverk sviðsins er að annast innri og ytri þjónustu Reykjavíkurborgar og stuðla að nýsköpun í starfsemi hennar. ÞON starfar þvert á fagsvið borgarinnar og ber til að mynda ábyrgð á upplýsingatækni, gagnastjórnun, nýsköpun, tæknilegum umbótum og þjónustu. Þá leiðir sviðið innleiðingu á gildandi þjónustustefnu Reykjavíkurborgar og ber ábyrgð á rekstri stjórnsýslubygginga. Sviðið gegnir lykilhlutverki í samhæfingu tækni-, gagna-, þjónustu- og rekstrarmála Reykjavíkurborgar og er borgaryfirvöldum til faglegrar ráðgjafar í þeim málaflokkum sem undir sviðið heyra.
Aðeins 20 klúbbfélagar mega mæta á fundinn vegna samkomutakmarkana og því er nauðsynlegt að skrá sig á fundinn, annað hvort með því að nota félagakerfið (https://www.rotary.is/rvkarbaer/home/programs?id=20126) eða senda ritara tölvupóst á ogf@isor.is . Þar gildir reglan fyrstur kemur - fyrstur fær. Aðrir verða að taka þátt í fundinum í gegnum Zoom fjarfundabúnað, hlekkurinn er https://zoom.us/j/96378118477#success .
Munið svo að mæta með andlitsgrímu og nota hana nema rétt á meðan matast er.