Ólafur Finnbogason, löggiltur fasteignasali hjá Fasteignasölunni Mikluborg fer yfir ástandið á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu, sem nú einkennist af mikilli eftirspurn, hröðum sölutíma og hækkandi fasteignaverði. Hann ræðir m.a. ný fasteignaverkefni í Árbæjarhverfi og fer yfir eftirspurn eftir stærri eignum í hverfinu.
Hlekkur á fundinn er https://us02web.zoom.us/j/85858598323
Ólafur Finnbogason hefur starfað við fasteignasölu frá árinu 2002. Ólafur er menntaður grunnskólakennari og með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM). Ólafur er giftur og á tvö börn. Ólafur er uppalinn Seltirningur en býr í Vesturbænum. Ólafur er mikill áhugamaður um skot- og stangveiði. Einnig hefur Ólafur þjálfað handbolta með hléum síðan 1991
Stjórnarkjör 2021-2022 átti að fara fram á þessum fundi en frestað vegna covid-19 samkomubanns.