Rótarýfélagar Næsti Rótarýfundur verður fimmtudaginn 7. mars kl. 12:15 í salnum Sjónarhóli Kaplakrika. Fundurinn er á vegum Félaganefndar. Gestur fundarins verður fulltúi frá Rauðakrossi Íslands. Þriggja mínútna erindi flytur J. Pálmi Hinriksson. Kær kveðja Fh. forseta Ritari
Fyrirlesari er félagi okkar Einar Rúnar Axelsson heimilislæknir sem fjallar um verki og verkjameðferðir. Fundarefni er í umsjá laganefndar.
Anna María ætlar að leiða okkur gegnum nýbyggingu íþróttahússins á Jaðarsbökkum sem er að taka á sig endanlega mynd. Við hittumst á við hliðið nálægt sundlauginni kl. 18:30. Eftir skoðun förum við niður í Lighthouse og snæðum og klárum fund. Jens flytur 5 mínútna erindi félaga.
Hallgrímur Magnússon Everest fari segir frá ferð sem hann fór ásamt félögum um óbyggðir Kanada á skíðum með fallhlífar.
Einar Hjálmar Jónsson segir frá róttækum tillögum til skipulagsmála í Reykjavík.
Þór Steinarsson segir okkur frá MedicAlert, sem Lions hreyfingin sér um.
Spjallhornið opnar kl. 16:45 og fundur settur kl. 17. Erindi fundar er í boði Soffíu Heiðu Hafsteinsdóttur og mun Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla, fræða okkur um starfsemi þess og verkefni. Heilaheill vinnur að velferðar- og hagsmunamálum þeirra sem fengið hafa slag (heilablóðfall). Vi...
Kristín Arngrímsdóttir myndlistarmaður verður með erindi á næsta fundi 14. febrúar. Hún ólst upp á Odda á Rangárvöllum til 11 ára aldurs. Í bók sinni Glampar bregður hún upp minningarbrotum frá þessum árum. Kristín mun lesa upp úr bók sinni og ræða dvöl sína þar.
Anna Helga Jónsdóttir kynnir verkefni sem Rótarýklúbburinn Borgir Kópavogi er að vinna að í samtarfi við Smiley Charity. Styrktarfélagið Broskallar eru góðgerðartsamtök stofnuð í þeim tilgangi að innleiða nútíma tækni í menntun fyrir nemendur í mikilli þörf. Meginmarkmiðið er að styðja nemendur í...
Aðalerindi fundar verður á höndum Eiríks Hermannssonar, en hann mun meðal annars fjalla um tónlist og tónlistarhefð á Suðurnesjum fyrir 1960. Hugleiðing fundar verður á sínum stað. Samtal um klúbbinn okkar Fundarslit kl. 18 Spjallhornið opið að venju Hér er hlekkur á fundinn okkar, verið velkomin....
Stefán Halldórsson, ættfræðitæknir, verður fyrirlesari okkar á fimmtudaginn og nefnir hann erindi sitt, „Ættfræðigrúsk á tölvuöld“.Fjölmennum og tökum með með okkur gesti.
Er Ísland ævimenntunarsamfélag? Um undirbúning nýrra laga um framhaldsfræðslu. Hróbjartur Árnason leiðir námsleið um sem heitir Fræðslustarf og mannauðsþróun við Háskóla Íslands. Hann mun segja okkur frá þátttöku sinni í vinnu við að undirbúa ný lög um framhaldsfræðslu sem eru í undirbúningi. Hró...
Magnús B. Jóhannesson, framkvæmdastjóri Stormorku ehf. Magnús hefur yfir 25 ára reynslu í grænni orku. Magnús var m.a. framkvæmdastjóri America Renewables í Kaliforníu sem vann að uppbyggingu vatnsafls- og jarðvarmavirkjana í Bandaríkjunum. Magnús er með M. Sc. (Cand. merc) í hagfræði og stjórn...
Félagaþróun með Guðjóni Sigurbjartssyni. Fundur er settur kl. 17. Förum með fjórprófið og skellum okkur beint í fræðslu og upplýsingar um félagaþróun og aðferðir við öflun þeirra með Guðjóni, formanni félagaþróunarnefndar umdæmisins. Hugleiðing fundar. Næstu fundir og spjallhornið okkar Fundi slit...
Hrannar Björn Arnarsson, ræðismaður Georgíu á Íslandi, verður gestur klúbbsins á fimmtudag og mun fjalla um merka sögu og menningu Georgíu, vöggu víngerðar í heiminum með meiru. Hrannar er framkvæmdastjóri Adhd samtakanna og varaformaður Adhd Europe, auk þess er hann formaður Norræna félagsins á Í...
Gísli Sigurgeirsson kennari við Raftækniskólann flytur erindi um mismunandi leiðir við innleiðingu endurnýjanlegra orkugjafa, möguleikar og takmarkanir. Orkunotkun farartækja. Orkuþörf og samanburður á orkunotkun milli landa.
Í myndum og máli segir Steinunn Benediktsdóttir, félagi okkar, frá ævintýraferð sinni um Inkaslóðir í Perú og Ekvador og svo um Galapagos eyjar, ferð sem hún fór í október s.l.
Dr. Ingibjörg Sveinsdóttir sálfræðingur, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og ráðgjafi WHO (World Health Organisation) flytur erindi um Geðheilbrigði. Fundurinn er í umsjá Bjarna Sigurðssonar.