Jólafundur í boði skemmtinefndar

fimmtudagur, 10. desember 2020 18:15-19:30, Safnaðarheimili Árbæjarkirkju Rofabæ 32 110 Reykjavík
Kæru félagar
Það er engin ástæða til þess að vera ekki í jólastuði þó við getum ekki hist. Bjóðum maka/vini eða Rótarý félaga uppá góðan mat og kannski dropa af víni til að dreypa á þann 10. desember og njótum Zoom jólafundarins.  

Hlekkur á fundinn er  https://zoom.us/j/99974102935?pwd=S1pNN1dEYWN0OEUrM1FiSnpmTGl4QT09

Dagskrá fundarins sem er í boði skemmtinefndar: 
  • 18:15, loggum okkur inn á Zoom prúðbúin að venju og spjöllum saman, jafnvel yfir fordrykk og forsnakki.
  • 18:30 mun Davíð forseti okkar opna með hugvekju
  • Þór, okkar góði félagi og prestur, flytur okkur jólaboðskap
  • Eyrún Ingadóttir, höfundur sögulegu skáldsögunnar, Konan sem elskaði fossinn, les úr bók sinni er fjallar um Sigríði í Brattholti sem kom í veg fyrir að Gullfoss yrði virkjaður.  Eyrún er verðandi forseti Breiðholtsklúbbsins og munu Rótarýfélagar úr þeim klúbbi verða með okkur á jólafundinum.
  • Þá skulum við setjast til borðs, ef svo ber undir, með tölvuna á borðinu, og njóta þess að horfa á frumsýningu á myndum úr starfi og skemmtunum klúbbsins í gegnum árin. Að sjálfsögðu er það enginn annar en félagi okkar Kristján Pétur sem hefur bæði tekið myndirnar í gegnum árin og safnað þeim saman, en síðan kom Dagný með sýna sérþekkingu og setti myndirnar upp í spilara.