Plöntun trjáa í Þorláksskógum

sunnudagur, 27. september 2020 12:30, Þorláksskógar í Ölfusi

Sælir félagar. Við í umhverfisnefnd höfum ákveðið að fara sunnudaginn 27. sept til að planta trjám  á vegum landgræðsluverkefnisins Þorláksskóga smbr  hjálagt frá umsjónaraðila þess. Eins og þið ættuð að vita  fengum við styrk frá  umdæminu  sl vor kr 100 þús  við bætum svo við öðru eins. Til stóð að fara laugardaginn 26. september en ferðinni er frestað um einn dag vegna slæmrar veðurspár á laugardag.  Við förum frá Árbæjarkirkju kl. 12:30 á sunnudag og ætlar Pétur H. Helgason, nýr félagi okkar, að keyra okkur á staðinn í sprinter rútu.  Menn mæti í vinnufötum. Verkefnið sér fyrir plöntum, birki, og  plöntunarstafi. Þátttaka tilkynnist til undirritaðs.   Með rótary kveðju, Haraldur.